Fara í efni

Farfuglaheimilið Laugardal / Reykjavik City HI Hostel

Ferðagjöf

Farfuglaheimilið býður gesti velkomna í Laugardalinn, í stílhreina og sérlega hagkvæma gistingu hvort sem er fyrir fjölskylduna, vinahópinn, æfingafélagana eða allt stuðningsliðið. Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.

Á Farfuglaheimilinu eru 28 stílhrein og þægileg 2ja til 5 manna fjölskylduherbergi, öll með baði. Hægt er að fá barnarúm án endurgjalds. Að auki eru 10 einföld 6manna herbergi með sameiginlegum böðum. Frítt net um allt hús. Gestir hafa aðgengi að fullbúnum gestaeldhúsum, fundaraðstöðu, sólpalli með grillaðstöðu, stofum með skiptibókahillum og afþreyingu, þvottaaðstöðu og léttum veitingum og morgunverði.

Aðgengi hjólastóla er ágætt og 4 herbergi hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga. Næg frí bílastæði.

Farfuglaheimilið ber umhverfismerki Norðurlandanna - Svaninn - síðan 2004.

Verið velkomin að njóta gestrisni í Laugardalnum,

Hvað er í boði

Tilboð

Sumartilboð 7.900 kr nóttin í tveggja manna herbergi

Viltu upplifa Reykjavík í sumar?

Verið velkomin að njóta gestrisni og þæginda í hjarta höfuðborgarinnar. Farfuglaheimilin í Laugardal  er Svansvottað og bíður þægilega og vandaða gistingu í 2ja til 6 manna fjölskylduherbergjum, öll með sér baði og með aðgang að fjölbreyttri þjónustu; þvottaaðstöðu, frítt net, eldhúsi og léttum veitingum.

Dalur er nýtt fjölskyldukaffihús á Sundlaugavegi 34 í hjarta Laugardalsins. Glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni. Léttir réttir og Gleðistund milli 15 og 19 alla daga!

 

TURTILDÚFUR Í REYKJAVÍK – Tveggja manna herbergi
Verð fyrir tvo: 7.900 kr. á nótt.
10% afsláttur fyrir hverja umfram nótt.

 

Skoða nánar