Fara í efni

Paddle North Iceland

Paddle North Iceland er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í sjó- og vatnaferðum á róðrabrettum. Markmið okkar er að bjóða uppá ógleymanlega samverustund úti í stórbrotinni náttúru íslands.

Ef þú ert ævintýragjarn/gjörn eða langar að gera eitthvað nýtt og spennandi þá ættir þú að hafa samband við okkur. Við tökum við einstaklingum og hópum. Sérsníðum ferðir í kringum hópa ef þess er óskað.

Ferðirnar sem við bjóðum upp á:

Tveggja tíma ferð: Komdu og upplifðu Akureyri frá nýju sjónarhorni. Förum vel yfir undirstöðuatriði, róum um pollinn og ef veður leyfir förum við yfir í heiði og jafnvel út að heitafossi.

- Lengd ferðar : 2 klst
- Verð: 10.000kr

Klukkutíma sprell: Hér er aðalmarkmiðið að hafa gaman og njóta samveru með sínum bestu. Við róum inn í krikann hjá Hofi og sprellum þar, gerum allskonar kúnstir á brettunum, hoppum í sjóinn og látum hugmyndaflugið taka völdin.

- Lengd ferðar: 60 mínútur
- Verð: 6.500kr

Sendið okkur póst á pni@pni.is fyrir nánari upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar

Hvað er í boði