Gistiheimilið Númi
Núpur í Dýrafirði er sögufrægur staður, fornt höfðingjasetur. Héraðsskólinn að Núpi var stofnaður þar árið 1907og starfræktur allt til ársins 1992. Síðan var rekið þar hótel á sumrin allt til ársins 2017. Nú hafa nýir eigendur ákveðið að endurvekja starfsemi á staðnum og bjóða upp á gistingu á hagstæðu verði, aðstöðu fyrir tjöld og vagna og veitingaþjónustu.
Rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi. Salerni og sturtur eru aðgengileg á gistiheimilinu. Útivaskur.