Fara í efni

Nordic Lodges Holt

Á miðjum Gullna hringnum stendur bústaðurinn Holt, í landi Torfastaða við Reykholt í Biskupstungum. Holt er minnsta húsið í hópi frístundahúsa Nordic Lodges, en virkilega kósí og með góðan anda í húsinu, sem hefur allt til alls. Tvö svefnherbergi eru niðri og eitt gott herbergi uppi á afskermuðu svefnlofti, mikilsmetið af krökkum.
Það er víðsýnt úr Holti, á góðum degi sér maður til fimm jökla og efri hluti Heklu blasir við út um eldhúsgluggann. Mikið er um afþreyingu í nálægðinni og endalausar ferða- og gönguleiðir.
Holt er með rúmum fyrir sjö manns, gólfhitun, heitum potti og útisturtu, og toppurinn er baðhýsi með infrarauðri sánu!

Hvað er í boði