Fara í efni

Mengi Kjarnholt

Mengi Kjarnholt er sveitahótel í Biskupstungunum, í u.þ.b 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Mengi Kjarnholt opnaði í maí 2015. Hótelið er rekið af Óð ehf, sem einnig hefur undir sínum hatti Mengi Apartments við Frakkastíg 14a í Reykjavík og Mengi, lítið menningarhús sem hýsir margvíslega menningarstarfsemi þó svo að aðaláherslan er á tónlistarflutning.

Við gefum okkur út fyrir það að vera með persónulega þjónustu og sjá til þess að gestir okkar upplifi úrvals gistiaðstöðu í bland við íslenska náttúruna og íslenska list.

Kjarnholt
Kjarnholt er fallegur gamall sveitabær ásamt hesthúsi sem byggt var í kringum 1950. Húsið hefur verið gert upp á undanförnum árum þar sem lögð hefur verið áhersla á að láta hlýleikann sem einkennir húsið halda sér í öllum innviðum þess. Húsið sem er á þremur hæðum er með átta tveggja manna herbergi, tvö fjölskylduherbergi, sem geta hýst allt að fjóra, auk þessa er stór borðstofa. Á hverri hæð er sameiginlegt baðherbergi og úti á veröndinni er stór heitur pottur. Á jarðhæðinni er aðstaða með sér sturtum sem gestir geta notað að vild.

Við bæinn stendur gamalt hesthús sem hefur verið breytt í notarlega setustofu fyrir gesti með sjónvarpi og bar.

Húsið er legt út í heild sinni og best er að senda fyrirspurnir á mengi.kjarnholt@gmail.com

Hvað er í boði