Fara í efni

Le Monde des Elfes

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

"Le Monde des Elfes" er ferðaskrifstofa sem starfrækt er á Flateyri á Vestfjörðum.

Við skipuleggjum fjöldægra ferðir um fjöll og firði til að njóta útsýnis, óspilltra víðerna og vellíðunar - að vetri jafnt sem sumri. Við sérsníðum ferðir og sérhæfum okkur í litlum hópum (4 til 8 gestir).

Hjartað í þjónustu okkar er náin tenging við fólk, óspillta náttúru og samfélagið í litlu, íslensku sjávarþorpi.

Ég er fjallaleiðsögukona sem elskar Vestfirði. Ég mun því með mikilli ánægju leiðbeina þér við undirbúning ferðarinnar og aðstoða þig yfir fjöllin, firðina og um þorpin.

Við bjóðum einnig upp á dagsferðir þar sem við göngum eða förum á snjóþrúgum til að skoða náttúruna í kringum okkur, kynnumst jarðfræði svæðisins, fuglalífi, spendýrum, plöntum o.fl.

Til að finna vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna okkur á Facebook, vinsamlegast smellið hér.
Til að finna Náttúruhlaupin okkar á Facebook, vinsamlegast smellið hér.

Hvað er í boði