Fara í efni

Jeeptours ehf.

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Jeeptours ehf. er sérhæfð ferðaþjónusta á Egilsstöðum sem býður upp á eftirminnilegar jeppaferðir um fjöll og firnindi Austurlands. Þaulvanir leiðsögumenn á sérbúnum jeppum leggja leið á slóðir sem ella eru ekki ferðalöngum greiðsæknar. Leiðir liggja frá ströndum til fjalla. Við bjóðum skipulagðar ferðir í Vatnajökulsþjóðgarð t.d í Snæfell, Eyjabakka og Kverkfjöll, eða ferðir eftir óskum hópa, fyrirtækja og einstaklinga. Hikið ekki við að hafa samband og sjá hvað við getum gert fyrir þig í fríinu, afmælinu eða árshátíðinni.

Jeeptours ehf býður upp á jeppaferðir alla daga í Öskju, Kverkfjöll, Snæfell, Hafrahvammagljúfur og að Vatnajökli.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hvað er í boði