Fara í efni

Svifnökkvaferðir

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Svifnökkvaferðir ehf - IceHover bjóða upp á einstakar upplifunarferðir með áhersla á öryggi, sjálfbærni og fræðslu tengda náttúru, sögu og menningu viðkomandi svæðis.

Yfir vetrartímann, frá byrjun Nóvember fram í endaðan Apríl, bjóða Svifnökkvaferðir upp á útsýnisferðir á Jökulsárlóni í lokuðum, upphituðum 5 farþega svifnökkvum. Tekið er á móti gestum á Hala í Suðursveit, 12 km austan við brúna yfir Jökulsárlón. Þaðan er gestum ekið á jeppum inn að Veðurárlóni þar sem svifnökkvaferðin hefst. Í svifnökkvaferðinni er farið niður Veðurá og yfir í Jökulsárlón og þaðan haldið inn að jökulsporði Breiðamerkurjökuls þar sem kelfir úr jökulstálinu ofan í Jökulsárlón. Yfir vetrartímann er lónið ýmist frosið eða ófrosið og henta svifnökkvar við báðar aðstæður. Svifnökkvaferðin er um ein klukkustund en öll ferðin með jeppaferðinni frá Hala og til baka er tæpar tvær klukkustundir. Gestir fá akstur á jeppa inn að Veðurárlóni, björgunarvesti til að vera í um borð í svifnökkvunum og leiðsögn í gegnum alla ferðina. Þessar ferðir hentar jafnt ungum, sem öldnum.

Hvað er í boði