Fara í efni

Hvammsgerði B&B

Ferðagjöf

Hvammsgerði B&B stendur við veg 85, um 9 km frá Vopnafirði og 5 km frá hinni rómuðu Selárdalslaug. Boðið er upp á gistingu í 6 herbergjum, 2-4 manna með handlaug og uppábúnum rúmum m/ handklæðum. Tvær sameiginlegar snyrtingar með sturtu og hárþurrku. Góður og einfaldur morgunverður í boði. Komið og njótið sveitasælunnar við lækjarnið á bökkum Selár. Fallegar gönguleiðir í nágrenninu, Hvammsá og Fuglabjarganes.

Vinsamlegast bókið gistingu á facebook Hvammsgerdi.is eða hafið samband í tölvupósti bbhvammsgerdi@gmail.com

Fylgdu okkur: Facebooksíða Hvammsgerdi.is

Gisting: 6 herbergi / 15 rúm

Opnunartími: 01.06. til 15.09

Hvað er í boði