Farfuglaheimilið Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Víðsýni er mikið í Húsey og fagurt til allra átta. Selir liggja á eyrum fljótanna Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þarna er að sjá marga fugla t.d. kjóa, skúm og lóminn. Oft má líka sjá hreindýr. Best af öllu er að njóta náttúrunnar á hestbaki en farið er daglega í selaskoðun á hestbaki kl 10:00 og 17:00. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér.
Farfuglaheimilið er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er hægt að gista og góð eldunaraðstaða fyrir hendi. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegum baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.
Verðskrá (ath rúmfatnaður innifalinn):
Gisting | Verðlisti 2020 |
Dormitory | 5300 kr |
1 Manns herbergi | 7000 kr |
2 Manna herbergi | 11100 kr |
3 Manna herbergi | 15900 kr |
4 Manna herbergi | 21200 kr |
Börn 4-12 ára fá afslátt á nótt | -1500 kr / nótt |
Börn 1 til 4 ára | Frítt (nema það taki rúm þá 1500 afsláttur) |
(Par með 2 ára barn sem bókar 3 manna borgar 3 manna herbergja verð mínus 1500 kr) |
|
Húsbíll sem notar ekki hús |
500 kr |
Húsbíll sem notar klóset og sturtu |
800 kr / mann |
Húsbíll sem líka notar eldhús | 2000 kr / mann |
Morgunmatur (bókast með fyrirvara) | 2000 kr |
Hestaferðir: | |
Selaskoðun á hesti 2 tímar | 9000 kr |
Hestaferð meðfram Jöklu og Lagarfljóti 4 klst | 19365 kr |
Galtastaðir 2 dagar 3 nætur Hestaferð | 54280 kr |
Vika á hesti |
87100 kr - 107500 kr (eftir árstíð) |
Hestaferðir Húsey
Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.
Best af öllu er að njóta einstakrar náttúru af hestbaki, en farið er daglega í selaskoðun kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst meðfram ánum.
Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki!
Hestaferðir: |
|
Selaskoðun á hesti 2 tímar |
9000 kr |
Hestaferð meðfram Jöklu og Lagarfljóti 4 klst |
19365 kr |