Fara í efni

Húsafell tjaldstæði

Tjaldsvæðið í Húsafellskógi
Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir . Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá afþreyingarmiðstöðinni.

Yfir hásumarið er tendraður varðeldur öll laugardagskvöld kl. 21 ef veður, brunavarnir og fjöldatakmarkanir leyfa.

Rekin er fjölskyldustefna í Húsafelli sem m.a. snýr að því að hafðar eru þarfir fjölskyldunnar við uppbyggingu staðarins, leitast við að gera gesti meðvitaða um samfélagslega ábyrgð á uppeldi barna, að unglingar skuli ávallt vera í fylgd forráðamanna og að skemmtanir miðast við sameiginlega hagsmuni fjölskyldunnar. 

Umgengnisreglur Húsafells
Gangið þrifalega um landið. Brýnið góða umgengni fyrir börnum og verið þeim til fyrirmyndar. Látið allt rusl í ruslagáma, sem eru við innkeyrsluna á svæðinu. Sýnið öðrum gestum tillitssemi. Yfir nóttina frá kl. 24:00 til kl. 09:00 er stranglega bannað að vera með hávaða eða annað ónæði 

  • Hlífið gróðri 
  • Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Notið ekki grill sem liggja á eða við jörð. 
  • Akið ekki utan vegarslóða og athugið að 20 km hámarkshraði er á sumarhúsa- og tjaldsvæðum. 
  • Lausa ganga hunda er stranglega bönnuð og er skylt að þrífa eftir þá. 
  • Aðgangur ungmenna að svæðinu, án forráðamanna er bannaður 
  • Notkun torfæruhjóla er bönnuð í landi Húsafells.

Gerið starfsfólki aðvart ef þið verðið fyrir ónæði. Brot á lögum eða umgengisreglum varðar brottrekstur af svæðinu, án nokkurra bóta.

Hægt er að leigja blakbolta, fótbolta, körfubolta og kubbaspil í tjaldmiðstöð.

Nánari upplýsingar má finna í afþreyingarmiðstöðeða í síma 435-1556 og í netfangi camping@husafell.is 

Vefsíða: www.husafell.is/gisting/tjaldsvaedi 

Verð 2021
Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.

Húsafellsskógur tjaldstæði:
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.600 / 900 kr.
Fullorðnir / Börn auka nætur, per nótt 1.400 / 700kr.
Rafmagn á sólahring 1.350 kr.
Sumarstæði 69.000 kr.
Rafmagn fyrir sumarstæði 40.000 kr. 

Tengiskott fyrir rafmagn 4.500 kr (kaup) /1.500 (leiga)

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 


Vallarsvæði
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.400 / 700 kr.
Fullorðnir / Börn auka nótt 1.200 / 500 kr. 

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 

Reyðarfellsskógur
Fullorðnir / Börn (7-17ára) 1 nótt 1.100 / 600 kr.
Fullorðnir / Börn auka nótt 900 / 400 kr. 

Miðað er við að dvalartíminn sé til kl 13 næsta dag. 

Sundlaug
Fullorðnir 1.500 kr.
Börn – 6 – 14 ára 500 kr
10 miða kort fullorðnir 10.500 kr
10 miða kort börn 3.000 kr
Handklæði 1.100 kr
Sundföt 1.100 kr
Þvottavél 1.650 kr
Rúmföt 1.900 kr

 

 

Hvað er í boði