Fara í efni

Hulduhólar - Listhús

Hulduhólar i Mosfellsbæ standa neðan við Vesturlandsveg  (þjóðveg 1) í um 15 km fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Þar var áður fyrr bóndabýli byggt út úr landi Lágafells og þar sem áður var fjós og hlaða eru nú vinnustofur Steinunnar Marteinsdóttur myndlistarkonu þar sem hún vinnur bæði leirverk og málverk. Á neðri hæð er gengið inn í keramikverkstæðið og galleríið.  Á efri hæð er einnig stór og björt vinnustofa sem er einnig notuð sem sýningarsalur þegar þess er þörf ásamt stórri stofu á neðri hæð. Á Hulduhólum er unnið að listaverkum  og haldnar myndlistarsýningar. Einnig heldur Steinunn af og til námskeið í keramik á verkstæðinu.

Hvað er í boði