Fara í efni

Hótel Smári

Hótel Smári er nýlegt þriggja stjörnu hótel í Smáranum, nýrri miðju höfuðborgarsvæðisins. Stutt er í alla þjónustu, fjöldi veitinga- og kaffihúsa auk Smáralindar og hæstu byggingar landsins á Smáratorgi, þar sem meðal annars er að finna Veisluturninn á efstu hæðum. Aðeins 35 mínútna akstur er milli flugvallarins í Keflavík til Hótel Smára. Næg bílastæði og greiðar leiðir eru til allra átta.

Öll herbergi eru með sér baðherbergi, fjölrása sjónvarpi og síma auk þess sem vinnuborð er að finna í flestum þeirra. Þráðlaus nettenging er í öllu hótelinu og í gestamóttöku er tölva gestum til afnota. Á fyrstu hæð er einnig að finna morgunverðarsal auk setustofu og hótelbars.

Hótel Smári er einnig með góða aðstöðu fyrir fundi og veislur. Við aðstoðum gjarnan við skipulagningu slíkra viðburða og tökum að okkur umsjón með veitingum og framreiðslu.

Hvað er í boði