Fara í efni

Hótel Skógar

Hótel Skógar er lítið en rómantískt og notalegt hótel, staðsett á Skógum, rétt við hinn tignarlega og heimsþekkta Skógafoss.
Hótelið er búið 12 herbergjum með baði. Hótelið er í miklu uppáhaldi hjá ferðafólki, sem vill kaupa pínulítinn lúxus og fá frábæra þjónustu í kaupbæti, ásamt góðum aðbúnaði. Á hótelinu liggur rómantíkin í loftinu, þar er dýrindis veitingastaður, heitur pottur er utandyra svo og sauna.

Náttúran umhverfis hótelið er ótrúlega falleg, stórbrotin og magnþrungin. Gestum hótelsins býðst að notfæra sér ýmsa afþreyingu í nágrenninu, að ógleymdu Byggðasafninu á Skógum.

Hvað er í boði