Fara í efni

Hótel Kríunes - sveitahótel

Ferðagjöf

Kríunes er sannkallaður herragarður, staðsettur við vatnsbakkann á nesi sem gengur út í Elliðavatnið í landi Vatnsenda.

Umhverfið er rómuð náttúruperla og stendur Kríunes á tveggja hektara landi, sem hefur m.a. að geyma fallegan lund umkringdan hávöxnum trjám og fallega vík með bátabryggju. Fjölskrúðugt fuglalíf er við vatnið og margar fuglategundir verpa þar.

Í Kríunesi er veitingasala. Morgunverðahlaðborð er fastur liður. Einnig er boðið upp á hádegis- og kvöldverð, miðdagskaffi og snakk. Heimabakstur, heimaræktað grænmeti og silungur úr vatninu er í boði í Kríunesi.

Starfsemin í Kríunesi hófst fyrir rúmum áratug og þá með útleigu á tveim herbergjum. Gegnum árin hafa heimamenn stækkað húsakost, fjölgað herbergjum og bætt við fundasölum.

Hvað er í boði