Fara í efni

Höfðagata Gisting

Hlýleg og notaleg gistiaðstaða á besta stað í jaðri gamla bæjarins. Húsið stendur uppi á hæð þaðan sem gott útsýni er yfir hluta bæjarins, út á Breiðafjörð og til fjalla.

Stutt er í alla þjónustu svo sem veitingastaði, kaffihús, verslanir, golfvöll, söfn og sundlaug.

Í húsinu eru  fimm  björt, notaleg og vel búin tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum og handklæðum. Eitt herbergið er með sérbaðherbergi með sturtu. Önnur herbergi hafa aðgang að tveimur sameiginlegum baðherbergjum með sturtu. 

Í stærri herbergin er hægt að setja 1-2 aukarúm,  uppábúin  með handklæðum.  Uppábúið barnarúm er hægt að fá endurgjaldslaust  (börn ca. 0-2 ára).

Í húsinu er rúmgóð og notaleg setustofa með sjónvarpi og borðstofu til sameiginlegra afnota fyrir gesti. Úr setustofu er gengið út í garð þar sem er grill og heitur pottur.

Ekki er boðið upp á morgunverð en gestum okkar er velkomið að nota aðstöðuna til að útbúa sinn eigin morgunverð.

Ókeypis þráðlaust netsamband.

Hvað er í boði