Fara í efni

Hestaleigan Kátur

Hestaleigan Kátur á Akureyri býður upp á 1 - 2 tíma-langa reiðtúra með leiðsögumanni hvern einasta dag. Fjölskyldur, hópar eða ferðalangar sem eru einir á ferð, allir eru velkomnir! Hestaleigan Kátur býður einnig upp á sérsniðnar ferðir, sem fer allt eftir óskum ykkar. Það skiptir ekki máli hvort þú sért vanur hestamennskunni eða ekki, við finnum rétta hestinn sem hentar þér.


Við bjóðum upp á ferðirnar allt árið um kring á tímum dagsljósins. Yfir sumartímann (maí til október) byrja reiðtúrar okkar skammt frá bökkum Eyjafjarðarár og farið er meðfram ánni með útsýni yfir sveitina og fjallahringinn sem umlykur Eyjafjörðinn. Yfir vetrartímann (nóvember til apríl) byrja reiðtúrar okkar við hesthúsin (Sörlaskjól 6, 603 Akureyri) skammt frá bænum.


Báðar þessar staðsetningar eru í nálægð við Akureyri, nánar tiltekið í 5-10 mínútna aksturs fjarlægð. Það kemur alltaf að minnsta kosti einn leiðsögumaður með í hvern einasta reiðtúr. Vegna öryggisástæðna, bjóðum við upp á hjálma, öryggisístöð og öryggisvesti fyrir unga krakka. Börn frá aldrinum 13 og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Einnig bjóðum við upp á akstur frá Akureyri í hestaleiguna og aftur til baka, 1500kr á mann.

Athugið að þyngdar hámark er 110 kg /220 Lbs

Hvað er í boði