Happyworld – Paragliding Iceland
Svifvængjaflug geta allir prófað með okkur! Smelltu þér í tvímenningsvæng með þrautþjálfuðum flugkennara og upplifðu frelsið!
Happyworld – Paragliding Iceland hefur kennt svifvængjaflug á Íslandi (og erlendis) frá 2007 og erum við viðurkenndir svifvængjaflugkennarar í Fisfélagi Reykjavíkur (aðili að ÍBR og ÍSÍ). Árlega höldum við byrjendanámskeið um allt land ásamt því að bjóða kynningarflug í tvímenningsvæng á Bláfjallasvæðinu.
Markmið okkar er að kynna og efla þessa spennandi og fallegu útivist/íþrótt. Ísland býður upp á óskoraða náttúrufegurð og frelsi til flugs!