Fara í efni

Hafaldan HI hostel - gamli spítalinn

Farfuglaheimilið Hafaldan á Seyðisfirði býður uppá gistingu í tveimur húsum í bænum. Starfsemin hófst á sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar, árið 1975.

Á gamla spítalanum að Suðurgötu 8 býður Hafaldan uppá fjölbreytta gistimöguleika miðsvæðis í bænum. Stöðugar endurbætur hafa verið á húsinu til að sníða það betur að þörfum ferðalangsins síðustu ár. Breytingarnar hafa fallið vel í kramið hjá góðum gestum sem hafa hrifist mjög af hönnun þess sem er í senn tignlarleg og hlýleg. Herbergisgerðirnar eru: tveggja manna herbergi með eða án baðherbergis, fjögurra og fimm manna herbergi, rúm í svefnsal og sérsniðin fjölskylduherbergi. Nýjasta aðstaðan er fallegt SPA í kjallaranum þar sem er hægt að fara í gufubað í fallegri aðstöðu með sturtum og setustofu til að kæla sig á milli. Það einfaldlega verður ekki betra ! 

Góð sameiginleg rými eru til staðar: Fallegt eldhús, borðstofa, þvottaaðstaða og þráðlaus nettenging, lúxus kaffivél með kaffidrykkjum og lítill bar með vel völdum bjór og víni er í afgreiðslunni. Lín og handklæði er innifalið í verði en ekki er boðið uppá morgunverð þar sem sameiginleg og vel útbúin eldhúsaðstaða er í húsinu. Ef gestir koma án morgunverðs þá lumum við á nýbökuðum croissants með osti og sultu gegn sanngjörnu verði. 

Hafaldan er hluti af alþjóðlegri keðju Farfugla (Hostelling International) og fylgir metnaðarfullum gæða og umhverfisstöðlum þeirra. 

Á heimasíðunni gengur spítalinn gamli i undir heitinu Hafaldan Old Hospital. Vinsamlegast bókið beint gegnum heimasíðuna okkar www.hafaldan.is þar eru bestu verðin og afsláttarkóði fyrir enn meiri afslátt. Eins eru sérstök tilboð fyrir lengri dvalir í boði. Við erum líka við símanni: 611 4410 & tölvupóstfang: seydisfjordur@hostel.is. Við tökum vel á móti þér !

text

Hvað er í boði