Fara í efni

Gistiheimilið Gula Villan

Ferðagjöf

Gula villan býður upp á uppbúin rúm í herbergjum með sér eða samnýttum baðherbergjum auk þess sem boðið er upp á svefnpokagistingu.


Gistiheimilið er í tveimur húsum, bæði staðsett í rólegu hverfi nálægt miðbæ Akureyrar, annað í Þingvallastræti 14 á móti sundlaug Akureyrar, en hit í Brekkugötu 8 við Ráðhústorgið.
Herbergi Gulu villunnar eru hlý og notaleg og taka eina- fimm manneskjur. Hægt er að panta morgunmat.

Öll aðstaða er til fyrirmyndar og stendur gestum til boða fullbúin eldhús, sjónvarpstofa ásamt verönd/svölum með garðhúsgögnum.
Það er einungis nokkurra mínútna ganga að flestum merkustu stöðum bæjarins. Verslanir, veitingastaði, kaffihús og bari má einnig finna í 5 mín göngufjarlægð og flugvöllurinn er í 5 mínútna akstursfjarlægð.


Hafðu samband í síma eða með tölvupósti vegna bókana (gulavillan@nett.is) eða til að fá frekari upplýsingar hjá okkur. Við munum gera okkar besta til að gera dvöl þína hjá okkur sem þægilegasta.

Hvað er í boði