Fara í efni

Guesthouse Gaulverjaskóli / The Old School House

 

Þjónusta árið 2020-21 :  Húsið einungis leigt út í heilu lagi fyrir hópa.

Aðstaða: Gisting fyrir alls 28 manns í 8 herbergjum 1 til 6 manna, og 3 baðherbergi með sturtu. Matsalur með eldunaraðstöðu fyrir gesti er í sér húsi. Stór garðskáli til að njóta allra veðra. Héðan er göngufæri niður að Gaulverjabæjarkirkju og ekki nema 104 metrar yfir í félagsheimili, svo þetta er kjörinn staður fyrir margskonar viðburði t.d brúðkaup, ættarmót, afmæli, fermingarbarnamót, íþróttabúðir, námskeiðahald, fundi og ráðstefnur svo eitthvað sé nefnt.

Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík er 65 km, 13 km sunnan (neðan ) við Selfoss og 10 km austan við Stokkseyri, í hjarta flóans við veg 33, Gaulverjabæjarveginn rétt við hliðina á félagsheimilinu Félagslundi og á móti Gaulverjabæ og kirkju.
Frá Gaulverjaskóla er víðsýnna en á flestum stöðum á Íslandi.
Í næsta nágrenni eru gömlu sjáfarþorpin Stokkseyri og Eyrarbakki, með sína frábæru veitingarstaði, söfn, kajak leigu,stórkostlega fjöru o,f.l og o.fl. (sjá tenglar) Tré og List að Forsæti, hestaleigan að Egilsstöðum (11 km) Sveitabúðin Sóley er að Tungu.

Hvað er í boði