Fara í efni

Farfuglaheimilið Grundarfirði

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Farfuglaheimilið í Grundarfirði er rekið í gömlu húsi sem hefur verið endurbyggt sem farfuglaheimili. Heimilið er rétt við sundlaugina og í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá höfninni og miðbænum. Á heimilinu eru tvö gestaeldhús, stór stofa og stór garður er við húsið.

Grundarfjörður er staðsettur miðsvæðis á Snæfellsnesi og því er stutt í allar áttir. Í Grundarfirði er unnt að slaka á í rólegu umhverfi eða njóta þeirra fjölmörgu afþreyingarmöguleika sem eru á staðnum og í nágrenni við hann. Meðal þeirrar afþreyingar sem er að finna á svæðinu er golf, fjallgöngur, hestaleiga, hvalaskoðunarferðir, fuglaskoðun og margt fleira.

Hvað er í boði