Fara í efni

Stóri Skáli Myrkholti

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Gisting fyrir 32 manns

Á Myrkholti, milli Gullfoss og Geysis er Skálinn, nýr gistiskáli í alfaraleið. Skálinn rúmar 32 í gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Í Skálanum er fullbúið eldhús, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa.

Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús. Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir. Í nágrenni Skálans eru fallegar göngu- og reiðleiðir, til dæmis að Gullfossi, Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og um Haukadalsskóg. Skálinn á Myrkholti stendur í hálendisbrúninni. Þar er frábært útsýni á mörkum byggðar og óbyggða, kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta fjallalofts á inniskónum.

Sjá meira hér

Hvað er í boði