Ghaukur / North Wind
Við bjóðum upp á fyrirfram skipulagðar ferðir og ferðir klæðskerasaumaðar að þínum óskum á Norðurlandi vestra.Við bjóðum upp á velbúna 14 eða 20 manna bíla með leiðsögumönnum á íslensku eða ensku.
Ferðir:
Náttúruskoðun í Húnaþingi vestra: Dagsferðir sem geta hafist á Akureyri, í Reykjavík eða á Hvammstanga. Á einum degi skoðum við það markverðasta í Húnaþingi vestra svo sem: Hvammstanga. Íllugastaði, Hvitserk, Borgarvirki, Kolugljúfur o. fl. Við sjáum íslensk dýr í sínu náttúrulega umhverfi svo sem seli og fugla í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns.
Á slóðum síðustu aftöku á Íslandi: Illugastaðamorðin sem leiddu til síðustu aftöku á Íslandi árið 1830 er mögnuð og draamatísk saga full af ást, hatri og afbrýði. Komið í dagsferð frá Akureyri, Hvammstanga eða Reykjavík á slóðir þessara mögnuðu atburða í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns sem gjörþekkir söguna og leiðir þig um þær slóðir þar sem hún átti sér stað.
Viltu skipuleggja þína eigin dagsferð um Norðurland vestra fyrir vinahóp, vinnufélaga eða fjölskyldu. Við getum klæðskerasaumað ferð að þínum þörfum og óskum. Það er einfalt því Norðurland vestra hefur að geyma margar merkilegar faldar náttúruperlur og dýralíf sem heillar flesta.