Gestastofa Reykjanes Geopark
Gestastofa Reykjanes jarðvangsins er í Duus safnahúsum í Reykjanesbæ. Í gestastofunni er glæsileg sýning um jarðfræði á Reykjanesinu bæði í máli og myndum þar sem útskýrt er hvernig landið mótast og veðrast. Frábær viðkomustaður á ferðalaginu um Reykjanesið.
Opnunartími gestastofunnar miðast við opnunartíma Duus safnahúsa, en upplýsingar um það má finna inn á vef þeirra, www.duusmuseum.is.