Fara í efni

Gallerý Fiskur

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur: “Ekki skal éta hinn svartleita díl í þorskhausnum því þar er fingrafar skolla er hann fór höndum um þorskinn.” Það var þá og nú eru aðrir tímar og enginn þarf að óttast fingrafar fjandans í Gallerý Fiski.

Fiskurinn sem þar er í boði er ferskur og nýr og sérvalinn af fagmönnum. Aldrei er slegið af kröfunum og einungis úrvals hráefni er í borðinu.

Þar ræður fjölbreytnin ríkjum. Í boði er ferskur fiskur, fiskréttir og frystivara. Þar er t.d. að finna plokkfisk, fiskibollur, ýsu í raspi, saltfisk og fiski fylltar pönnukökur svo ekki sé minnst á úrval grænmetisfiskrétta.

 

Hvað er í boði