Fara í efni

Frystiklefinn

Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús, „social hostel“ og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.

Gistiþjónusta Frystiklefans er opin allt árið um kring. Þar er boðið upp á gistingu í sameiginlegum herbergjum, einkaherbergjum og íbúðum. Þá er Frystiklefinn einnig tónleikastaður og bar.

Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 865-9432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is 

Hvað er í boði