Fara í efni

Frí tjaldsvæði Ölfus

Tjaldsvæðið er á þrem pöllum sem eru aðgreindir með nátturlegum hraunhólum og grasi. Það er búið að hlaða úr hraungrjóti fallega skeifu á tjaldsvæðinu og skjólvegg. Göngustigur er frá tjaldsvæðinu að húsinu við Pylsuvagninn.

Á tjaldsvæðinu eru 7 bekkir.  Salernið er með rennandi kalt og heitt vatn og það er hægt að kaupa aðgang að sturtu, það eru stórir vaskar til að vaska upp í en þar er bara kalt vatn.  Stórt kolagrill er á svæðinu og ruslatunnur. Á staðnum er hús til að sitja inni í gestum að kosnaðarlausu.  Hægt er að hengja föt til þerris

Fullt að flottum gönguleiðum í nágrenninu. Stutt í fjöru og Strandarkirkju.

Opnunartími

Opið yfir sumarið
Utan almenns opnunartíma er hægt að hafa samband og fá svæðið opnað.

Hvað er í boði