Fara í efni

Veiðihúsið Eystri Rangá

Veiðihús: Veiðihúsið er staðsett fyrir ofan svæði 5. Þar eru 18 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi. Góður veitingasalur og setustofa með bar. Við húsin eru tveir heitir pottar, aðgerðarhús og vöðlugeymsla.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herbergi/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.

Skyldugisting með fæði: 4. júlí - 4. sept.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Þór s. 8936074.

Eystri-Rangá veiðieftirlit S:487 7868.

Veiðikort: Heildarkort - Kort 1 - Kort 2 - Kort 3

Veiðibók: Liggur frammi í húsi umsjónarmanns við Veiðihús Eystri Rangár. Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Sími í veiðihúsi: 487 6680

Hvað er í boði