Fara í efni

Farfuglaheimilið Sunnuhóll

Farfuglaheimilið Sunnuhóll í Vestmanneyjum er staðsett í miðbænum og því er stutt í alla þjónustu. Móttaka heimilisins er á Hótel Þórshamri, sem er næsta hús við farfuglaheimilið, og er hún opin allan sólarhringinn. Í Vestmannaeyjum er að finna fjölbreytta afþreyingu. Má þar m.a. nefna klettaklifur, sprang í klettunum, fuglaskoðun, golf, sund, hvalaskoðun o.s.frv. Þá er boðið upp á siglingu umhverfis eyjarnar. Í tilefni þess að rúm 30 ár eru frá lokum gossins hefur verið sett af stað verkefni sem hefur hlotið vinnuheitið Pompei norðursins. Tilgangur þess er að hlúa að gosminjum og gera þær sýnilegri. M.a. er gert ráð fyrir að grafin verði upp 7 - 10 hús sem fóru undir ösku í gosinu.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvað er í boði