Fara í efni

Farfuglaheimilið Broddanesi

Gistiheimilið er opið frá 15. júní til 20. ágúst. Á þessu tímabili er móttaka opin frá  kl. 17:00-22:00.  Utan þess tíma er að jafnaði hægt að hafa samband við rekstraraðila í farsíma.

ATH: Í sumar veður  einungis leigð út neðri hæð hússins. Þar eru: eitt 2ja manna herbergi, eitt 4ra manna herbergi og eitt 6manna herbergi. Stóru herbergin eru með kojum en það eru rúm í 2ja manna herberginu.

Kynjaskipt salerni sem og tvær sturtur.

Innifalið í gistingu er alltaf sæng, koddi og rúmföt. Ekki er búið um rúmin heldur gera gestir það sjálfir við komu.

Stórt og rúmgott eldhús sem gestir hafa aðgang að, búið öllum nauðsynlegum áhöldum.   Sameiginleg borðstofa og setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist, vafra um internetið, kíkja í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins.

Gestir ættu að hafa í huga að ekki er boðið upp á veitingasölu og að það eru 35 km í næstu verslun.

Hvað er í boði