Fara í efni

FAB Travel ehf.

FAB Travel ehf er ferðaþjónustufyrirtæki með starfsstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Grunnþjónusta FAB Travel felst í hópbílaakstri og bjóðum við upp á akstur hópa af öllum stærðum og gerðum. FAB Travel er með ferðaskipuleggjendaleyfi og hefur starfsemin verið að færast út í ráðgjöf og ferðaskipulagningu fyrir ýmis konar hópa.

Haustið 2010 fór FAB Travel af stað með samstarfsverkefni með það að markmiði að efla ferðaþjónustu á Norðurlandi. Rúmlega 30 fyrirtæki á Norðurlandi er nú þátttakendur í verkefninu. Um er að ræða gistiþjónustu, veitingastaði og aðila sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleika, þannig að úr nægu er að velja þegar kemur að skipulagningu hópferða. Boðið er upp á hópferðabíla, flug eða bílaleigubíla sem val til að koma sér á áfangastað.
FAB Travel hefur einnig yfirumsjón með klasasamstarfi nokkurra fyrirtækja og einstaklinga sem bjóða upp á hópferðir með heilsutengdu ívafi. Verkefnið kallast HAF ferðir og er um að ræða pakkaferðir til Akureyrar þar sem fólk getur valið um ýmiskonar heilsuþjónustu. Þar má til dæmis nefna heilsufarsmælingar, námskeið og ráðgjöf um mataræði, tannlæknaþjónustu, ráðleggingar frá einkaþjálfurum og dekur af ýmsum toga, bæði fyrir líkama og sál. Allar nánari upplýsingar um HAF ferðir má nálgast á heimasíðu FAB Travel undir HAF ferðir.

Helstu ferðir sem FAB Travel býður upp á:
• HAF ferðir
• Skíðaferðir
• Hvalaskoðunarferðir
• Dagsferðir
• Stuttferðir
• Óvissuferðir
• Hestaferðir
• Dekurferðir
• Verslunarferðir

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.fabtravel.is og fyrirspurnum er svarað á fabtravel@fabtravel.is og í síma 571-2282.

Hvað er í boði