Eldsmiðjan
Við opnuðum fyrsta veitingastaðinn okkar árið 1986. Hugmyndin var að búa til hlýlegan stað sem framreiddi úrvals eldbakaðar pizzur. Við höfum alltaf verið knúin áfram af mikilli ástríðu í pizzugerð okkar. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni, alvöru eldofna og íslenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við eldbaksturinn á okkar veitingastöðum.
Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzabakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi. Brennandi áhugi á því sem við gerum er það sem hefur tryggt okkur farsæld í þetta mörg ár.
Við tökum vel á móti öllum, einstaklingum, pörum, fjölskyldum og hópum.