Eimverk
Eimverk Distillery er fyrsta og eina viskí distillery landsins og fullkominn áfangastaður fyrir viskýáhugamenn og hvern þann sem hefur áhuga á Íslensku áfengi. Við erum líka eina eimverksmiðja landsins sem framleiðir áfengi úr 100% íslensku byggi, við framleiðum: Flóka viskí; Vor, potteimað gin og Víti Brennivín.
Í verksmiðjuheimsókn hjá okkur færð þú tækifæri til að: smakka Flóki fyrsta og eina íslenska viskíið; læra um framleiðsluferli þess að eima Íslenskt áfengi frá Íslensku byggi; auk þess að bragða á Vor Gini og Víti Brennivín eimað með landlægum Íslenskum kryddjurtum.
Eimverk er staðsett við Lyngás 13 í Garðabæ. Heimsóknir eru aðeins í boði á vissum tímum (svo vinsamlegast bókið fyrirfram). Heimsóknin kostar 4.990 kr. og er rétt yfir klukkutími að lengd. Í heimsókninni er smakkað á öllum þeim vörum sem Eimverk hefur upp á að bjóða ásamt túr í gegnum verksmiðjuna þar sem farið er léttilega yfir framleiðsluferli Íslensks áfengis.
Ferðir í boði á Föstudögum og Laugardögum kl 16:00 allt árið.
Fyrir stærri hópa sem vilja koma í prívat heimsókn (starfsmannafélög, steggjanir o.fl.) vinsamlegast hafið samband í tölvupósti, tours@eimverk.com
Til að bóka vinsamlegast fylgið eftirfarandi link: www.flokiwhisky.is/tours