Fara í efni

Draumagisting - Casa Magna

Draumagisting - Húsið er vel útbúið fyrir allt að 8 manns; tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum, svefnloft með tveimur tvíbreiðum rúmu og hægt er að óska eftir barnarimlarúmi. Baðherbergi með sturtu. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými, þar er glæsilegur arinn, leðursófi og hægindastóll, borð og stólar fyrir 8 manns. Flatskjársjónvarp, útvarp með CD, DVD spilari, þráðlaust net. Á verönd er heitur pottur, grill og sumarhúsgögn.

Umhverfið er friðsælt og býður upp á einstakt útsýni, í nágrenninu eru margar frábærar gönguleiðir. Húsið stendur við golfvöllinn á Þverá en aðeins eru þrír bústaðir á svæðinu. Eyjafjarðasveit býður upp á ýmsar afþreyingar, má nefna Kaffi kú - veitingastað, Jólahúsið, Hrafnagil með sundlaug og Smáminjasafn Sverris Hermannssonar. Hlíðarfjall er einungis í 18 km fjarlægð, Akureyri er í 10 km fjarlægð en þar er ein glæsilegasta sundlaug landsins en einnig er í bænum fjölbreytt afþreying, þar á meðal Listigarðurinn, Flugsafnið, Iðnaðarsafnið, Minjasafnið og Mótorhjólasafnið.

Upplagt er að nota Draumagistingu sem stað til að ferðast út frá, þ. á m. að fara Demantshringinn; Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsvík. Einnig má nefna Tröllaskagahringinn; Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Hólar og Hofsós. Loks má nefna eyjarnar fögru, Hrísey og Grímsey, en upplagt er að fara í dagsferðir til þeirra beggja.

Hvað er í boði