Fara í efni

DIVE.IS

DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði.

Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube 

Snorkl ferðir

Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda).

Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni. 

Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni.

Myndband af snorkli í Silfru 

Snorkl í Kleifarvatni 

Köfunarferðir

Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra. 

Köfunarnámskeið

Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is.

Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru. 

Fyrir hópa

Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn. 

Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa.

Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar. 

Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.

Hvað er í boði