Fara í efni

Dellusafnið

Dellusafnið er safn utan um hina ýmsu safnaradellu. Í safninu sameinast mörg ólík einkasöfn einstaklinga og má þar nefna lögregluminjasafn sem hefur m.a. að geyma yfir 100 lögregluhúfur frá ýmsum löndum ásamt öðrum lögreglutengdum munum. Á Dellusafninu er vinnuvélamódelasafn með uppsettum vinnusvæðum. Gríðarmikið sykurmolasafn sem telur nokkur hundruð sérpakkaða sykurmola og sykurbréf sem og alþjóðlegt teskeiðasafn með á annað hundruð teskeiðum. Einnig ber fyrir augu tóbakspakka og elspýtustokkasafn frá hernámsárunum á Flateyri, smáflöskusafn, salt og piparstauka safn, kveikjarasafn og fleira. Á Dellusafninu ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað spennandi við sitt hæfi.

1. júní–20. ágúst: Alla daga 13–17,
Á öðrum tímum eftir samkomulagi
Aðgangur: 1.000 kr., 12 ára og yngri frítt, eldri borgarar og öryrkjar 700 kr.

Hvað er í boði