Fara í efni

Center Hotels Plaza

Center Hotels Plaza er staðsett við Aðalstræti beint fyrir framan Ingólfstorg í miðju Reykjavíkur í grennd við allt það helsta sem miðborgin býður upp á.

Á hótelinu eru 255 herbergi sem öll eru nýuppgerð á einstaklega fallegan máta. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það öll sameiginlegt að vera vel búin og notaleg. Vel flest búa að því að hafa gott útsýni yfir miðborgina, sum hver beint yfir Ingólfstorg og alla leið út á Faxaflóann.

Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins. Á hótelinu er skemmtilegur bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00 og á hótelinu er góðir salir sem bjóða upp á gott næði til fundar og/eða veisluhalda. Útgengt er út í lokað port frá sölunum þar sem gestum gefst kostur á að næla sér í ferskt loft. Gott aðgengi er að sölunum.

Frítt þráðlaust internet er á öllu hótelinu.

- 255 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalir
- Afgirt port á hótelinu

Center Hotels Plaza er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.

Hvað er í boði