Buggy Adventures
Buggy Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á spennandi Buggy ferðir við Esjuna allt árið um kring. Á sumrin er einnig boðið upp á hálendisferðir.
Hvað er Buggy?
Það er svipað og fjórhjól nema bara miklu skemmtilegra og öruggara. Farþegar sitja hlið við hlið og eru í öryggisbeltum og veltibúri. Það er því hægt að leyfa sér aðeins meira en á fjórhjóli.
Spennið beltin og dembið ykkur út í taumlausa gleði þar sem þið hellið ykkur beint í hasarinn. Það er keyrt um hóla og hæðir, gegn um polla og læki og jafnvel í snjó og klaka.