Borgarnes HI Hostel
Ferðagjöf
Farfuglaheimilið í Borgarnesi er staðsett við aðalgötuna í gamla bænum. Auðvelt er að finna það þar sem það er fyrir neðan kirkjuna en kirkjan blasir við þegar ekið er eftir aðalgötunni niður í gamla bæinn.
Boðið er upp á gistingu í svefnskálum, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án baðs auk þess sem boðið er upp á stærri fjölskylduherbergi. Eldhús er aðgengilegt fyrir gesti auk þess sem morgunverður er í boði yfir sumartímann. Á farfuglaheimilinu er setustofa með sjónvarpi og ókeypis þráðlaus internettenging.