Fara í efni

Áshestar

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Hestaleigan Áshestar er staðsett á bænum Stóra-Ási í Borgarfirði. Áshestar er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Höskuldar Kolbeinssonar og Ragnhildar Önnu Ragnarsdóttur.

Hestaleigan Áshestar býður upp á 1 - 1 ½ klst. langa reiðtúra með leiðsögn í fallegri náttúru. Riðið er meðfram bökkum Hvítár og er útsýnið stórkostlegt.

Fyrir þá sem ekki vilja fara í reiðtúr er boðið upp á 20 mínútna undirteymingu sem farin er í nágrenni við bæinn.

Við sníðum ferðirnar eftir þörfum gesta okkar og henta þær því bæði vönum jafnt sem óvönum.

Áður en lagt er af stað í reiðtúr er ávallt farið yfir helstu grundvallaratriði reiðmennsku og gestir látnir prófa hesta sína inni í litlu gerði. Er það gert til þess að gestir kynnist hestunum sínum aðeins og fái tilfinningu fyrir þeim áður en lagt er af stað í sjálfan reiðtúrinn. Að okkar mati eykur það öryggi og vellíðan gesta, sem þar af leiðandi njóta reiðtúrsins betur og upplifunin verður meiri.

Opnunartími:

Hestaleigan er opin frá 1. júní - 31. águst
Reiðtúrar eru kl. 10, 13 og 16

Hvað er í boði