Fara í efni

Árhús

Árhús er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 2001 og keyptum við smáhúsin, 28 talsins, af Hótel Mosfell á Hellu ásamt stóru og grónu tjaldstæði. Í byrjun var rekið lítið kaffihús í þjónustuhúsinu sem sinnti líka á sumrin kvöldverðarhópum sem gistu í smáhúsunum en síðan í apríl árið 2004 keyptum við húsið sem hýsti Veitingastaðinn við Bláa Lónið og fluttum á Hellu eina nóttina í þremur pörtum. Í lok júní sama ár eftir mikla vinnu, með aðstoða fjölskyldu, vina og kunningja, við að smíða, mála og standsetja opnuðum við veitingastaðinn Café Árhús á bökkum Ytri-Rangár, 3 dögum fyrir Landsmót Hestamanna. Frá þeim degi hefur þessi veitingastaður vaxið og dafnað og er búinn að festa sig í sessi hjá sunnlendingum. Höfum við tekið að okkur hinar ýmsu veislur og uppákomur ásamt því að senda út alls kyns veitingar um alla sýsluna, einnig sjáum við um kvöldverði fyrir hópa sem gista á Hótel Mosfelli allt árið um kring.

Tjaldsvæðið Árhús og Gaddstaðaflatir opið 1. júní - 15. september. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvað er í boði