Fara í efni

Ambassador

Ambassador Whale Watching hóf starfsemi á Akureyri vorið 2013. Einkunnarorð okkar eru "Ástríða fyrir hvalaskoðun" - Whale watching is our passion! Síðastliðið sumar sáum við hvali í hverri einustu ferð frá 29. maí, alltaf hnúfubaka, sem eru stórhveli, en oftast aðrar tegundir líka. Hvalaskoðunarsvæði okkar á Eyjafirði er skammt undan og einstaklega vel fallið til náttúruskoðunar. Eyjafjörður er lengsti fjörður landsins, varinn af fjöllum á báðar hliðar og þekktur fyrir veðursæld. Bátarnir okkar hreyfast því ákaflega lítið og sjóveiki er nánast óþekkt hjá okkur. Ambassador rekur tvo sérhannaða hvalaskoðunarbáta með frábærri aðstöðu fyrir farþega hvort sem er úti eða inní í upphituðum sölum. Það fer vel fer um alla og gott útsýni er fyrir alla farþegana í einu. Við erum líka með rib-báta fyrir 12 farþega sem bjóða upp á hraða og skemmtilega hvalaskoðun.

Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Ambassador Whale Watching á TripAdvisor


Frekari upplýsingar í síma 462 6800
info@ambassador.is www.ambassador.is

Hvað er í boði