Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið
Álfa- trölla- og norðurljósasafnið er staðsett á fyrstu hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Gestir safnsins fá að skyggnast inní heim álfa ásamt því að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð í 200fm vetrarríki.
Á þriðju hæð hússins er að finna Draugasetrið en þar fá gestir að kynnast nokkrum af frægustu draugum íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1000fm völundarhúsi, þorir þú?