Fara í efni

Hreint og öruggt - Clean and safe

Verkefnið Hreint og öruggt / Clean & Safe byggir á erlendri fyrirmynd og er stýrt af Ferðamálastofu. Því er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Verkefnið byggir á sjálfsmati* og einungis þau fyrirtæki sem uppfylla allar kröfur verkefnisins er heimilt að auðkenna sig með merki þess. Birting merkisins er yfirlýsing eða loforð fyrirtækisins til viðskiptavina um að þrifum og sóttvörnum sé sinnt af samviskusemi, að starfsmenn hafi fengið viðeigandi fræðslu og að farið sé eftir öllum leiðbeiningum íslenskra sóttvarnayfirvalda.

*Ferðamálastofa hefur ekki eftirlit með fyrirtækjum sem birta merkið þar sem um sjálfsmat er að ræða. Ferðamálastofa ber því ekki ábyrgð á því ef fyrirtæki uppfylla ekki sóttvarnareglur og/eða viðeigandi kröfur í sjálfsmatinu. Ferðamálastofa ber enn fremur enga ábyrgð komi upp sýking hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki sem birtir merki verkefnisins.

Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu eru merkt sérstaklega hér á vefnum.

 

                  Kynning og upplýsingar um þátttöku                 Senda inn umsögn um þátttökufyrirtæki