Fara í efni

Ferðagjöf til þín

Ferðagjöf appAllir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið.

Hvar nálgast ég ferðagjöfina mína?

Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með innskráningu á island.is.  Til að nýta gjöfina er síðan smáforritið Ferðagjöf sótt í App Store eða Play Store og strikamerki skannað við kaup á þjónustu. Einnig er hægt að nýta Ferðagjöfina beint inni á Ísland.is fyrir þá sem ekki eru með snjallsíma.

Hvar get ég notað Ferðagjöfina?

Hér á ferdalag.is er hægt að sjá hvaða fyrirtæki taka á móti Ferðagjöfinni. Veljið þá þjónustu sem óskað er eftir í valmyndinni (Afþreying-Gisting o.s. frv.) og þegar leitarniðurstöður birtast er hægt að velja um að sjá sérstaklega "Fyrirtæki í Ferðagjöf". Hægt er að þrengja leitina við tiltekin landssvæði.

Sjá yfirlit um fyrirtæki sem taka á móti Ferðagjöf

Hvert get ég leitað ef ég lendi í vandræðum?

  • Spurningum varðandi að sækja Ferðagjöfina á island.is skal beina til island@island.is
  • Spurningum varðandi appið Ferðagjöf skal beina til info@yay.is 
  • Spurningum varðandi birtingu fyrirtækja á ferdalag.is skal beina til grunnur@ferdamalastofa.is 

Skráning fyrirtækja

Skráning fyrirtækja fer fram á slóðinni https://ferdagjof.island.is/ 
Við hvetjum fyrirtæki sem vilja taka á móti ferðagjöfinni að skrá sig sem fyrst þar sem almenningur getur nú farið að nýta gjöfina sína.

Spurt og svarað

Við bendum á island.is þar sem algengum spurningum er svarað.