Fara í efni

Papey

Djúpivogur

Papey var eina eyjan sem byggð var úti fyrir Austfjörðum.  Nafngiftina hreppir hún frá keltneskum eða írskum einsetumönnum sem hélt þar til áður en land byggðist.  Frá þeim segir í Landnámabók en ekki hefur verið unnt að staðfesta búsetu fyrir landnám.  Flestir bjuggu í eyjunni árið 1726 en síðasti eybúinn hét Gísli og bjó þar til 1948.  Eyjan er gósenland fugla og menningminjar víða.  Þar er að finna elstu timburkirkju landsins.