Fara í efni

Írskra brunnur á Snæfellsnesi

Snæfellsbær

Írskra brunnur er við Gufuskála á Snæfellsnesi og hafði verið týndur lengi, en fannst árið 1989. Hann er mikið mannvirki og 16 þrep liggja niður að vatninu. Er brunnurinn var grafinn upp, kom í ljós að hann var nær óskemmdur og vel þess virði að skoða.  

Á svæðinu eru einnig Íraklettur og Írskubúðir sem bendir til þess að Írar hafi búið á svæðinu á öldum fyrr.  

Að brunninum er ekið eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Gott bílastæði er beint við brunninn.