Fara í efni

Hvanneyri í Borgarfirði

Borgarnes

Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem eru höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru einnig starfrækt Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið, verslun með handverk úr handunninni íslenskri ull.

Hvanneyrartorfan, sem inniheldur gömlu skólahúsin á Hvanneyri, fjósin, kirkjuna, íþróttahús og Skemmuna, er friðuð vegna sérstöðu sinnar. Þar er einstakt safn verka fyrstu íslensku húsameistaranna, þeirra Rögnvaldar Ólafssonar, Einars Erlendssonar og Guðjóns Samúelssonar.

Hvanneyri var friðlýst sem búsvæði árið 2003 en stækkað árið 2011 og fékk friðaða svæðið nafnið Andakíll. Þar hefur blesgæsin viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust og er hún algjörlega friðuð. Svæðið er mjög ríkt af fuglalífi stóran hluta ársins. Almenningi er heimill aðgangur til náttúruskoðunar og fræðslu.

Jörðin er í landnámi Skallagríms Kveldúlfssonar, en þar bjó fyrstur Grímur hinn háleyski Þórisson sem Skallagrímur gaf land fyrir sunnan fjörð (Borgarfjörð).  

Kirkja hefur staðið á Hvanneyri í margar aldir. Núverandi kirkja var vígð árið 1905 og er í eigu skólans á staðnum sem er sérstakt