Gönguleið um Hellu
Wapp snjallforritið býður þér upp á gönguhring um Hellu þar sem stoppað er á fyrirframákveðnum stöðum og gefnar upplýsingar. Áhersla er lögð á sögu Hellu á fyrstu árum þorpsins.
Saga Hellu er ekki ýkja löng en þar hefur þó verið bóndabær í nokkrar alder. Fyrsti einstaklingurinn til þess að flytja á Hellu án þess að hafa það að markmiði að fara stunda búskað var Þorsteinn Björnsson. Hann flutti á Hellu árið 1927 og setti á fót verslun sem fékk nafnið Hella. Frá þeim tímapunkti fór nafnið að festast við svæðið og byggðin að þéttast.
Snjallforritið mun leiða þig áfram í um 1 ½ klst, leiðin er hringleið og mun færa þig aftur á upphafsreit. Til þess að nálgast snjallforritið þá skal leita að “wapp” í app store eða google play. Hlaða þarf forritinu niður og því næst leita að Hellu. Þegar búið er að hlaða niður leiðinni er hægt að arka af stað.